30 Jólin í Hollandi Jólin eru sérstakur tími í Hollandi eins og í mörgum öðrum löndum Jólasveinninn kemur ekki með gjafir á aðfangadagskvöld Í staðinn gefur heilagur Nikulás góðum börnum gjafir á Nikulásarmessu sem er 6 desember Hollensk börn hlakka mikið til Nikulásarmessu Þau setja hey út á götu handa hvíta hestinum hans Nikulásar og vonast til þess að fá sælgæti og gjafir í skóinn sinn í staðinn Á aðfangadagskvöld borðar fjölskyldan hátíðamat og nýtur þess að vera saman Hollendingar undirbúa jólin með því að skreyta heimili sín og verslanir Margir eru með jólatré en alls ekki allir Sumir fara í kirkju á aðfangadagskvöld eða jóladagsmorgun Á jóladag hittast fjölskyldurnar oft og borða saman við kertaljós Jólaborðið er skreytt með grænum, hvítum og rauðum skreytingum Villibráð, gæs og kalkúnn eru hefðbundinn jólamatur Skólarnir eru lokaðir í tvær vikur á þessum árstíma Jól um allan heim
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=