28 Jólin í Mexíkó Um jólin er veðrið heitt og milt í Mexíkó Fjölskyldur fara saman á markaðinn og kaupa gjafir, skreytingar og góðan mat Allir búa til ljósker til að lýsa upp bæi og þorp og skreyta húsin sín með grænum greinum Jólastjörnur með fallegum, rauðum blómum eru á flestum heimilum á jólunum Jólahátíðin í Mexíkó hefst 16 desember Á aðfangadagskvöld ganga börnin í hóp í kirkju og leggja brúðu af Jesúbarninu í jötu Síðan fara allir í messu Eftir messuna hringja kirkjuklukkurnar og flugeldar lýsa upp himininn Mörg mexíkósk börn fá gjafir frá Jesúbarninu þetta kvöld Á jóladag fer fólk aftur í kirkju Jólamáltíðin byrjar á súpu með baunum og sterkum chilipipar Síðan er borðaður kalkúnn og salat með ferskum ávöxtum og grænmeti Þann 6 janúar heimsækja vitringarnir þrír börnin á leið sinni til Betlehem og gefa þeim gjafir Börnin láta skóinn í gluggakistuna Næsta morgun er hann fullur af gjöfum Um kvöldið fá fjölskyldur og vinir sér saman heitt súkkulaði og köku Sá sem fær sneið með lítilli dúkku á að halda veislu 2 febrúar sem er kyndilmessa Það er síðasti dagur jólahátíðahaldanna í Mexíkó Jólahátíðin í Mexíkó stendur yfir í meira en mánuð Jól um allan heim
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=