Hitt og þetta

26 Jólin í Ástralíu Jólin í Ástralíu eru um mitt sumar Á jóladag, þann 25 desember, er aðalhátíðin Þá skiptast menn á gjöfum og grilla oft á ströndinni Sumar jólaskreytingarnar eru eins og í Evrópu en ástralskar plöntur eru líka algengar í skreytingum Sjá má kengúrur og kóalabirni með jólasveinahúfur og rauða trefla Jólasveinninn í Ástralíu kemur ekki ofan úr fjöllum heldur á ströndina á brimbretti og í sundskýlu Jólin eru fjölskylduhátið í Ástralíu Eins og í mörgum öðrum löndum reyna fjölskyldur að vera saman um jólin Í Ástralíu er langt á milli borga og sumt fólk ferðast langar leiðir í jólafríinu til að hitta fjölskyldu sína Jólamaturinn er mismunandi Sumir elda hefðbundinn jólamat en aðrir elda mat sem hentar betur á sumrin Hefðbundin jólasteik með sósum og meðlæti getur verið þungmelt í sumarhitanum Margir velja léttan mat og hafa hlaðborð með sjávarréttum eða kaldri skinku, kalkún og salati Af því að jólin eru um mitt sumar fara margir á ströndina, borða úti í náttúrunni eða fara í krikket Sumarfríið í skólunum byrjar á aðfangadag Krakkarnir hafa því yfir mörgu að gleðjast Jól um allan heim

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=