7 Vinurnar Á vefnum Huldukonur.is er fjallað um hinsegin kynverund kvenna á Íslandi á tímabilinu 1700 til 1960. Þuríður formaður er þar á meðal. Það voru ekki endilega bara lesbíur og trans manneskjur heldur konur sem á einhvern hátt voru á skjön við ríkjandi viðhorf þessa tíma og hefðu kannski skilgreint sig sem hinsegin á einhvern hátt. Þar er líka fjallað um konur sem bjuggu saman tvær, árum saman, alveg eins og par en voru samt aldrei kallaðar annað en „vinkonur“ af fólki úti í samfélaginu. Það eru mörg dæmi um slík „vinkonusambönd“ í Íslandssögunni. Til dæmis bjuggu þær Gunnþórunn Halldórsdóttir leikkona og Guðrún Jónasdóttir bæjarfulltrúi saman á Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur í hálfa öld frá árinu 1908 en þær voru stundum kallaðar „vinurnar“. TIL UMHUGSUNAR: 1. Haldið þið að tveir karlar hefðu getað búið saman með sama hætti og konur án vandræða? Af hverju? Af hverju ekki? 2. Hvers vegna heldur þú að það hafi þótt sérstakt áður fyrr að konur klæddust buxum? 3. Hvernig heldur þú að litið hafi verið á fólk sem bjó saman af sama kyni í gamla daga? Til dæmis þegar amma þín og afi voru ung. Gunnþórunn og Guðrún.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=