Hinsegin saga

4 Svo lengi sem manneskjan hefur gengið þessa jörð hefur verið til fólk sem laðast að sama kyni, báðum eða fleiri kynjum. Líka fólk sem vill lifa lífi sínu í öðru kynhlutverki en því var úthlutað við fæðingu, eða lifa lífinu á einhvern hátt öðruvísi en samfélagið segir til um. Fólk sem við myndum í dag segja að væri hinsegin. Þetta fólk hefur þó ekki alltaf haft frelsi til að vera það sjálft á opinskáan hátt, eða haft orð og hugtök til að lýsa sér og reynslu sinni. Sögulegar heimildir um hinsegin fólk áður fyrr eru því af skornum skammti. Óhefðbundin kyntjáning hefur líka tíðkast og verið viðurkennd í mörgum samfélögum um heim allan í gegnum tíðina. Það er annar skilningur á kyni og kynvitund en að kynin séu bara tvö, karl og kona, og ekkert þar á milli. Til dæmis má finna í ýmsum samfélögum frumbyggja Norður-Ameríku hugtakið two-spirit. Það er notað til að lýsa fólki sem býr yfir eiginleikum karla og kvenna, er hvorki karl né kona eða getur flakkað á milli kynja. Hijra á Indlandi eru einstaklingar sem voru álitnir drengir við fæðingu en lifa lífi sínu sem konur, oft í samfélögum með öðrum hijra í sömu stöðu. Svipuð hugtök eru og hafa lengi verið til í fleiri menningarheimum víða um heim. Hinsegin fólk hefur alltaf verið til Samkynhneigðar ástir tíðkuðust í mörgum samfélögum til forna, eins og í Grikklandi. Til er fjöldi heimilda um ástar- og kynlífssambönd milli tveggja karlmanna frá Forn-Grikklandi. Líka um ástir milli kvenna. Ljóðskáldið Saffó bjó á grísku eyjunni Lesbos á sjöttu öld fyrir okkar tímatal og er eitt af þekktustu ljóðskáldum FornGrikkja. Hún samdi eldheit ástarljóð til annarra kvenna. Það er vegna Saffó á Lesbos sem samkynhneigðar konur eru kallaðar lesbíur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=