Hinsegin saga

39 Regnbogafáninn Þekktast táknanna er vafalaust regnbogafáninn. Hver litur hefur sína merkingu. Rauður táknar líf, appelsínugulur lækningu, gulur sólarljós, grænn náttúru, blár list, indigo-blár sátt og samlyndi og blár táknaði mannsandann. Inngildandi framfarafáni Til eru margar fleiri útgáfur af regnbogafánanum, til dæmis þessi sem kallaður er inngildandi framfarafáninn en hann sameinar klassíska regnbogafánann, með litum sem tákna samstöðu með trans fólki og gegn rasisma og fána intersex fólks. Fáni tvíkynhneigðra Fáninn skiptist í þrjá hluta, bleikan flöt efst og bláan flöt neðst og lárétta fjólubláa rönd í miðjunni sem skilur stærri hlutana tvo að. Uppruni þess er óviss en talið er að blái liturinn tákni ást á körlum, sá bleiki ást á konum og sá fjólublái ást á körlum og konum. Fáni trans fólks Fáni trans fólks skiptist í fimm rendur, tvær bláar rendur, önnur er efst og hin neðst, eina hvíta í miðjunni og tvær bleikar við hlið hennar. Bláu línurnar vísa til litarins sem er oft látinn tákna drengbörn og sá bleiki til litarins sem er látinn tákna stúlkubörn. Hvíta línan táknar síðan þau sem eru trans, intersex eða tilheyra óskilgreindu eða engu kyni. Fáni eikynhneigðs fólks Fáni eigkynhneigðs fólks skiptist í fjórar rendur. Efst er svört rönd sem táknar eikynhneigð, síðan grá rönd sem táknar gráa svæðið milli eikynhneigðar og annarra kynhneigða, þá hvít rönd sem táknar kynverund og loks fjólublá rönd sem táknar samfélag. Fáni kynsegin fólks Fáninn skiptist í þrjá jafnstóra fleti, fjólubláan flöt efst, grænan flöt neðst og hvítan flöt í miðjunni. Fjólublái flöturinn táknar vífguma sem merkir kyngervi sem felur í sér hluta af bæði karl- og kvenleika, hvíti liturinn kynhlutleysi og sá græni kynvitundir sem falla utan kynjatvíhyggjunnar. Fáni intersex fólks Fáni intersex fólks er fjólublár hringur á gulum fleti en þeir litir eiga að tákna hermafródítu sem er hugtak úr grísku sem var notað yfir einstaklinga sem fæddust bæði með kvenkyns og karlkyns kynfæri að hluta til eða í heild. Hinn óbrotni hringur táknar að intersex fólk sé heilt og fullkomið og auk þess rétt intersex fólks til að vera eins og þau vilja vera. Heimild: Hinsegin frá Ö til A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=