Hinsegin saga

38 Tákn hinsegin samfélagsins Hinsegin fólk hefur notast við alls konar tákn í gegnum tíðina í ólíkum tilgangi. Sum táknanna voru notuð til að láta annað hinsegin fólk vita að viðkomandi væri einnig hinsegin. Það var á þeim tímum þegar fólk átti á hættu að vera lögsótt eða verða fyrir ofbeldi ef upp komst um kynhneigð eða kynvitund þess. Táknin eru breytileg milli landa. Þríhyrningar Meðal þeirra tákna sem notuð eru til merkis um baráttu og stolt eru bleiki þríhyrningurinn fyrir samkynhneigða karla og svarti þríhyrningurinn fyrir samkynhneigðar konur. Þessi tákn eiga sér sorglega sögu en þau voru notuð til að merkja fólk í útrýmingarbúðum nasista. Bleiki þríhyrningurinn var á fangabúningum samkynhneigðra karla en talið er að fimm til fimmtán þúsund þeirra hafi endað í útrýmingarbúðunum. Svarti þríhyrningurinn var saumaður á búninga kvenna sem þóttu andfélagslegar en meðal þeirra voru samkynhneigðar konur, femínistar og vændiskonur. Önnur merki Hinsegin fólk notar líka meðal annars eftirfarandi tákn. Hinsegin samfélagið í heild: Gríski bókstafurinn lambda. Eikynhneigð: Spaða ás og hjarta ás. Lesbíur: Tvö kvennamerki fléttast saman. Hommar: Tvö karlamerki fléttast saman. Trans: Táknið er samsett af kvenkyns, karlkyns og tvíkynja tákninu. Það á að standa fyrir fjölbreytileikan. Tvíkynhneigð: Tvö karla og eitt kvenna eða tvö kvenna og eitt karla fléttast saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=