33 TIL UMHUGSUNAR: 1. Hvernig hefur umræða um samkynhneigt fólk breyst í gegnum tíðina? Hvers vegna heldur þú að umræðan hafi breyst frá því að fólk talaði niðrandi um það til þess að viðurkenna það sem hluta af samfélaginu? 2. Hvenær heldur þú að mannréttindabaráttu hinsegin fólks ljúki? Hvað telur þú að valdi því að það komi bakslag í baráttuna? 3. Hvað getur þú gert til að tryggja að réttindi hinsegin fólks séu virt? Nefndu nokkur dæmi. Skrifaðu nokkur baráttuorð sem standa fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. þessa hóps sem höfðu kraumað undir niðri áttu líka greiðari leið upp á yfirborðið. Þetta sýndi að staða hinsegin fólks í samfélaginu var alls ekki jafn góð og fólk vildi trúa. Þegar fleiri tjá fordómafullar skoðanir opinberlega, til að mynda á samfélagsmiðlum, verður auðveldara fyrir aðra að taka undir, með sínum fordómum. Svipað bakslag varð, á sama tíma í umræðu um hinsegin fólk í fleiri löndum en á Íslandi. Og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa einhverjir stjórnmálamenn unnið að því að svipta hinsegin fólki sumum þeim réttindum sem það hefur áunnið sér á undanförnum árum og áratugum. Trans fólk hefur sérstaklega orðið fyrir barðinu á þessu. Hver svo sem ástæða bakslagsins er hefur það sýnt hinsegin fólki á Íslandi mikilvægi þess að halda baráttu fyrir mannréttindum áfram. Þó að mikill árangur hafi náðst á undanförnum áratugum er alltaf verk að vinna og mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Þá er alltaf möguleiki á að árangurinn tapist, eða að staðan verði hreinlega verri en áður. Íslenskt hinsegin samfélag er meðvitað um þetta, og þema eða yfirskrift Hinsegin daga árið 2023 var „baráttan er ekki búin“. Úr kröfugöngu hinseginfólks 2013.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=