31 Jóhanna Sigurðardóttir (f. 1942) varð forsætisráðherra Íslands í febrúar 2009. Jóhanna átti langan feril í stjórnmálum að baki og hafði setið á þingi samfleytt frá árinu 1978, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Á níunda áratug síðustu aldar kynntist Jóhanna Jónínu Leósdóttur. Þær voru þá báðar giftar karlmönnum en urðu ástfangnar, skildu við eiginmenn sína og hófu samband. Árum saman héldu þær sambandinu leyndu og langur tími leið þar til þær fóru að búa saman. Með árunum hætti samband þeirra að vera leyndarmál en íslenskir fjölmiðlar fjölluðu sjaldan um þær og hvorki Jóhanna né Jónína voru áberandi út á við sem samkynhneigðar manneskjur. Þegar Jóhanna varð forsætisráðherra komst hún í heimsfréttirnar. Hún var fyrsta konan til að verða forsætisráðherra á Íslandi og fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan til að verða forsætisráðherra í heiminum. Í kjölfarið komu Jóhanna og Jónína fram á ýmsum hinsegin viðburðum, eins og WorldPride í Toronto í Kanada 2014. TIL UMHUGSUNAR: 1. Hvað þýðir það að skrá sig í hjúskap? Hvaða breytingar voru gerðar á hjúskaparlögum árið 2010? 2. Hvers vegna heldur þú að stundum þurfi sérstök lög til að tryggja jafnrétti, jafnvel þó að það virðist sjálfsagt fyrir suma? 3. Af hverju vakti það athygli um allan heim þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra Íslands árið 2009? Fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherrann, á Íslandi og í heiminum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=