Hinsegin saga

29 þegar hún flutti aftur heim til Íslands 1996 mætti henni mjög neikvætt viðhorf, í garð hennar og annars trans fólks. Í viðtali árið 2016 sagði hún: „Fólk vildi bara ekki vita af mér. Óþægilegast var samt þegar fólk sneri sér við á götu og starði á eftir mér. Um leið og það fréttist að ég væri flutt heim voru allir duglegir við að fylgjast með mér og glápa.“ Smám saman varð trans fólk þó sýnilegra á Íslandi, bæði innan hreyfingar hinsegin fólks og úti í samfélaginu. Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök trans fólks, voru stofnuð 2007. Árið 2012 samþykkti Alþingi fyrstu lögin um réttarstöðu trans fólks, sem auðveldaði því að sækja sér kynstaðfestandi meðferð og breyta nafni sínu og kynskráningu í Þjóðskrá. TIL UMHUGSUNAR: 1. Hvernig finnst þér umræða um trans fólk vera á Íslandi í dag? Nefndu dæmi. 2. Finndu dæmi í fréttum þar sem trans fólki er mismunað. Hvað heldur þú að hægt sé að gera til þess að verja réttindi þess? 3. Ímyndaðu þér að þér hafi verið breytt í vélmenni. Hvers kyns ertu? Hvernig veistu hvaða kyn þú ert? Árið 2019 var annað stórt skref tekið, þegar Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði. Þau lög gera fólki sem hefur náð 15 ára aldri kleift að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun, án þess að þurfa að fara í gegnum greiningarferli og meðferð í heilbrigðiskerfinu, eins og áður var. Þá var einnig hægt að fá hlutlausa kynskráningu í kerfinu fyrir kynsegin fólk. Árið 2012 samþykkti Alþingi fyrstu lögin um réttarstöðu trans fólks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=