24 „Okkur tókst þetta“! Gleðiganga & hinsegin dagar 28. júní 1970, þegar ár var liðið frá óeirðunum á Stonewall-kránni í New York, gekk hinsegin fólk í kröfugöngu í New York og fleiri bandarískum borgum. Næstu ár breiddust svokallaðar pride-göngur út um heiminn, þar sem hinsegin fólk minntist með stolti brautryðjendanna á Stonewall og krafðist jafnréttis. Þessi alda barst seint til Íslands. Samtökin ’78 efndu til fyrstu fjöldagöngu hinsegin fólks eða frelsisgöngu 27. júní 1993. Gengið var niður Laugaveg og á bilinu 60–70 manns tóku þátt. Þátttakendur báru skilti með slagorðum eins og „Maður er manns gaman“ og „Kona án karlmanns er eins og fiskur án reiðhjóls“. Þessi ganga var endurtekin ári síðar, 1994, með svipaðri þátttöku, en svo var gert hlé. Gleðigangan í Reykjavík.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=