Hinsegin saga

21 Samtökin ’78 fengu þá styrki til að sinna fræðslu um forvarnir og heilbrigði til félaga sinna og upplýsingaþjónustu í síma. Á þessum tíma skorti Samtökin gott húsnæði, svo að árið 1987 fengu þau frá Reykjavíkurborg bárujárnshús á Lindargötu til umráða. Hús sem varð bækistöð og félagsheimili Samtakanna til 1999. Alnæmissamtökin, stofnuð 1988, héldu einnig til á Lindargötu fyrst um sinn. Það voru ekki einungis hommar sem smituðust af HIV en faraldurinn hafði mikil áhrif á hinsegin samfélagið á Íslandi. Á árunum 1990 til 1996 létust meira en 20 samkynhneigðir karlmenn, margir mjög ungir. Ungt hinsegin fólk þurfti sífellt að fara í jarðarfarir vina sinna og kunningja. Stundum þurfti fólk þó að sitja á aftasta bekk í kirkjunni því fjölskylda hins látna vildi ekki samþykkja þennan hluta af lífi ástvinar síns. Árið 1996 varð bylting í lyfjameðferð, sem gerði HIV-smituðum kleift að lifa mun lengur með sjúkdómnum. Þó að lækning TIL UMHUGSUNAR: 1. Hvað er alnæmi (AIDS)? Útskýrið sjúkdóminn, einkenni og smitleiðir. Finndu upplýsingar á netinu. 2. Hvers vegna er mikilvægt að fræða fólk um alnæmi? 3. Af hverju heldur þú að faraldurinn hafi gjörbreytt stöðu sam- og tvíkynhneigðra gagnvart bæði ríkisvaldinu og samfélaginu öllu? Hús Samtakanna ´78 við Lindargötu. hafi ekki enn fundist geta HIV-jákvæðir einstaklingar í dag lifað vel og lengi með réttum lyfjum og heilbrigðu líferni. Þá hefur forvarnarlyfið PrEP komið fram, en með réttri notkun þess minnka líkurnar á HIV-smiti um allt að 99%.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=