Hinsegin saga

20 Í byrjun níunda áratugarins bárust fréttir til Íslands af alvarlegum sjúkdómi sem virtist leggjast helst á samkynhneigða karlmenn og gat dregið hrausta unga menn til dauða á skömmum tíma. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk nafnið alnæmi (AIDS), er af völdum HIV-veirunnar. Veiran brýtur niður ónæmiskerfið í líkamanum, þannig að fólk á erfiðara með að verjast sýkingum og veikist auðveldlega. Fyrstu árin ríkti mikil óvissa um hvernig sjúkdómurinn smitaðist og umræðan einkenndist af ótta og fordómum, þar sem fyrstu sjúklingarnir voru hommar. Alnæmi var nefnt „kynvillingaplágan“ í Morgunblaðinu árið 1983, og í öðru blaði var spurt hvort sjúkdómurinn væri „guðleg refsing“. Rætt var um að einangra samkynhneigða til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins, jafnvel eftir að ljóst varð að sjúkdómurinn smitaðist aðallega með kynlífi án smokks og með blóði, en alveg óhætt væri að vera í sama rými og HIV-smitaður (eða HIV-jákvæður) einstaklingur. Fyrsta staðfesta HIV-smitið á Íslandi greindist 1983 í samkynhneigðum karlmanni. Þremur árum síðar, 1986, höfðu 35 manns greinst, flestir hommar. Fyrsta andlát af völdum HIV hér á landi var 1985. Alnæmisárin Hinsegin fólk á Íslandi gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld fyrir skort á samráði í forvarnar- og fræðslustarfi. Baráttufólk benti á að til að berjast gegn sjúkdómnum þyrfti að tryggja hinsegin fólki meiri sýnileika og réttindi. Þegar á leið og fleiri íslenskir karlmenn veiktust og létust gátu íslensk yfirvöld þó ekki litið framhjá hinsegin fólki lengur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=