Hinsegin saga

19 TIL UMHUGSUNAR: 1. Af hverju heldur þú að lesbíur og tvíkynhneigt fólk hafi ekki alltaf fundið sig velkomin í Samtökunum ’78 í gamla daga? 2. Vinnið saman tvö og tvö. Farið inn á síðuna svonafolk.is, veljið eitthvað sem ykkur finnst áhugavert og segið bekknum frá því sem þið lærðuð. 3. Hver voru helstu verkefni Samtakanna ’78 á fyrstu árunum eftir stofnun þeirra? Lilja Steingrímsdóttir og Lára Martin. Fyrstu árin voru samkynhneigðir karlmenn mest áberandi í baráttu hinsegin fólks og konur nær ósýnilegar. Árið 1983 vakti mikla athygli viðtal í Helgarpóstinum við tvær íslenskar lesbíur, Lilju og Láru, sem voru par. Þær komu fram undir eigin nöfnum, sem þótti mjög djarft á þeim tíma. Um miðjan níunda áratuginn fóru samkynhneigðar og tvíkynhneigðar konur að kveðja sér hljóðs í samfélagi hinsegin fólks í auknum mæli. Þeim fannst þær þó ekki alltaf eiga samleið með körlunum og árið 1985 stofnuðu hinsegin konur sérstakt félag, Íslensk-lesbíska. Það lagði þó niður störf eftir nokkur ár og lesbíurnar fóru aftur inn í Samtökin ’78. Eftir að lesbíur höfðu fundið sig aftur innan Samtakanna var síðan stofnað félag tvíkynhneigðs fólks, sem þá upplifði sig ekki velkomið í Samtökunum ’78. Það félag starfaði í nokkur ár en var svo lagt niður. Lára og Lilja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=