Hinsegin saga

17 Baráttan um orðin En Ríkisútvarpið hafnaði auglýsingunni, þar sem orðin hommi og lesbía brytu í bága við „almennan smekk“ og „velsæmi“. Miklar deilur urðu um orðamálið en mörg ár liðu samt þar til segja mátti orðin hommi og lesbía í útvarpi. Árið 1983 stakk Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands upp á því að í stað orðanna hommi og lesbía yrðu frekar notuð orðin hómi og lespa. Nefndin taldi þau orð bæði „íslenskari á svip“ og „kurteisari“. Þessi nýju orð festust þó aldrei í málinu. Það er líka eðlilegt að fólk fái sjálft að hafa áhrif á þau orð sem notuð eru um það sjálft – og ekki er vitað til að neinn hommi eða lesbía hafi verið í Orðanefndinni. Lo HINSEGIN HOMMI LESBÍA Trans Tvíkynhneigð Intersex EIKYNHNEIGÐ Samkynhneigð Pan KYNSEGIN FjölkynhneiGD Persónuhrifning Samtökin ’78 kölluðu sig fyrst félag hómósexúal fólks á Íslandi, en orðið hómósexúal er notað um samkynhneigð í mörgum erlendum tungumálum. 1981 var nafninu breytt í Félag lesbía og homma á Íslandi. Orðin „lesbía“ og „hommi“ höfðu þá lengi verið notuð af samkynhneigðum Íslendingum en úti í samfélaginu þóttu þessi orð vera skammarleg. Það kom í ljós sama ár, 1981, þegar Samtökin ’78 reyndu að koma auglýsingu um félagsfund í Ríkisútvarpið. Hún átti að vera svona: „Hommar og lesbíur, munið fundinn í safnaðarheimili Langholtskirkju í kvöld. Samtökin ’78.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=