Hinsegin saga

16 Á fyrstu árum Samtakanna ’78 sinntu samtökin réttindabaráttu auk þess að reyna að efla félagslíf hinsegin fólks á Íslandi. Fyrsta aðstaða Samtakanna var í kjallara í Garðastræti þar sem haldin voru opin hús. Fyrstu árin komu aðallega karlmenn en smátt og smátt fóru ungar samkynhneigðar og tvíkynhneigðar konur líka að taka þátt. Í desember 1981 skipulögðu Samtökin ’78 glæsilegt ball á Manhattan, sem var skemmtistaður í Kópavogi. Ballið var mjög vel sótt. Lögreglan kom þó á staðinn og skellti öllu í lás klukkan eitt eftir miðnætti þar sem skipuleggjendur höfðu ekki undir höndum leyfi til að hafa opið lengur. Seinna rötuðu myndir frá ballinu í blaðið Samúel og vöktu mikla athygli. Það var umdeilt meðal hinsegin fólks, því margir ballgestir voru enn í skápnum gagnvart sínum nánustu. Á árunum 1982 til 1985 gáfu Samtökin ’78 út tímaritið Úr felum, þar sem fjallað var um hinsegin mál á opinskáan hátt. Á þessum árum fóru Samtökin líka að stunda fræðslustarf og heimsækja skóla og nemendafélög. Það var ekki alltaf vel séð hjá skólayfirvöldum að fá Samtökin í heimsókn en fundirnir voru oftast vel sóttir og skiptu margt ungt hinsegin fólk í skólunum miklu máli. Barátta og böll Ballið á Manhattan var einsdæmi og vakti mikla athygli og þangað kom fólk á öllum aldri. Úr felum var fréttabréf Samtakanna ’78,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=