Hinsegin saga

15 stofnfundinn. Samkynhneigðir karlmenn voru langmest áberandi fyrstu árin í samtökunum. Þau hlutu nafnið Samtökin ’78 með vísun í stofnárið 1978, rétt eins og nafn dönsku samtakanna vísaði til ársins 1948. Guðni Baldursson viðskiptafræðingur varð fyrsti formaður samtakanna, en Hörður sjálfur tók ekki sæti í stjórninni. Fyrst um sinn nutu flestir félagar í Samtökunum ’78 nafnleyndar og ekki var vel séð að talað væri mikið um starf þeirra út á við. Markmiðið var þó að gera hinsegin fólk sýnilegra úti í samfélaginu og vinna gegn fordómum. Í stofnskrá Samtakanna sagði meðal annars: „Við lesbíur og hommar á Íslandi viljum miðla þekkingu til hómósexúal einstaklinga og efla með þeim skilning þeirra á sjálfum sér og treysta afstöðu þeirra til sjálfra sín. Við viljum miðla þekkingu á málefnum okkar til alls samfélagsins svo að það öðlist skilning á þeim og á því að við erum eðlilegur hluti af samfélaginu. Við viljum njóta fyllstu réttinda, siðferðilegra og lagalegra án nokkurs manngreinarálits.“ TIL UMHUGSUNAR: 1. Hver var aðaltilgangurinn með stofnun Samtakanna ’78? 2. Hvers vegna heldur þú að nafnleynd hafi verið í upphafi meðal félagsmanna í Samtökunum ’78? 3. Vinnið 2–3 saman í hópi, leitið upplýsinga á netinu um Hörð Torfason. Kynnið ykkur sögu hans og baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks. Búið til veggspjald, hlaðvarp, bækling, leikrit eða söngtexta til að koma sögu hans á framfæri. Dragið fram þau atriði sem ykkur þykja merkileg og áhugaverð. Samtökin voru stofnuð 1978 og það endurspeglast í nafni og merki samtakanna í dag. Litirnir vísa í regnbogann sem er tákn hinsegin fólks og stendur fyrir fjölbreytileika og von. Merkið var hannað árið 2006 af Bjarka Lúðvíkssyni. 1. desember 1982 mótmæltu hommar og lesbiur skorti á prentfrelsi fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=