Hinsegin saga

14 Árið 1976, ári eftir að viðtalið við Hörð Torfason birtist í Samúel, stofnuðu nokkrir samkynhneigðir íslenskir karlmenn félagsskap eða samtök sem þeir kölluðu Iceland Hospitality. Þessi samtök voru að erlendri fyrirmynd og tilgangur þeirra var ekki síst að efla samskipti homma og vinna gegn fordómum og fáfræði um málefni þeirra. Póstfang Iceland Hospitality var auglýst erlendis í tímaritum fyrir samkynhneigða. Stofnendur Iceland Hospitality sendu líka tilkynningu á íslenska fjölmiðla og var umfjöllunin sem samtökin fengu lýsandi fyrir viðhorf þessa tíma. Í blöðunum var skrifað um ný samtök „kynvillinga“ og „öfugugga“. Haustið 1977 flutti Hörður Torfason aftur til Íslands frá Danmörku. Í Danmörku hafði hann kynnst baráttusamtökum samkynhneigðra þar í landi, sem hétu Forbundet af 1948 eða Samtökin 1948, og höfðu verið stofnuð 1948. Hörður hafði heillast af vinnu þeirra og kom heim til Íslands gagngert til að vinna að stofnun sambærilegra samtaka, til að berjast fyrir réttindum homma og lesbía á Íslandi. Stofnfundurinn fór fram í Reykjavík 9. maí 1978. Tólf mættu á fundinn, allt karlmenn. Tvær konur höfðu komið á undirbúningsfund fyrr um vorið en mættu svo ekki á Baráttan byrjar Mánudagsblaðið var íslenskt vikublað gefið út í Reykjavík frá 1948 til 1982. Hörður Torfason með baráttuspjald í mótmælagöngu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=