13 samkynhneigð sína við blaðamanninn Guðjón Smára. Með birtingu viðtalsins varð Hörður fyrsti Íslendingurinn til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður í fjölmiðlum. Viðtalið vakti mikla athygli, enda hafði nær aldrei verið fjallað á svo opinskáan hátt um samkynhneigð í íslenskum fjölmiðli. Hörður hafði gert sér grein fyrir þessu þegar hann féllst á viðtalið og segir meðal annars: „Það verður sprenging. En ég held að það sé líka vel þess virði. Ég fæ sennilega mest af þessu á mig. Það verður samt aldrei verra en það hefur verið“. Það reyndist rétt að viðtalið olli sprengingu. En viðbrögðin urðu meiri en Hörður hafði gert sér í hugarlund og líka verri. Eftir birtingu viðtalsins bárust honum hatursbréf og hótanir. Fólk hrópaði á hann úti á götu og hrækti jafnvel á hann. Hann missti fjölmörg verkefni sem söngvari og leikari og plöturnar hans seldust minna. Að lokum sá Hörður sér ekki annað fært en að fara úr landi. Hann flutti til Kaupmannahafnar, þar sem hann ætlaði að svipta sig lífi. En honum snerist hugur á síðustu stundu og ákvað að gefast ekki upp fyrir hatursfólki sínu. TIL UMHUGSUNAR: 1. Skoðaðu fréttir um samkynhneigð á netinu frá árinu 1975. Þú getur leitað á timarit.is (prófaðu að slá inn leitarorð eins og kynvillingur, hinsegin fólk eða samkynhneigð). Veljið frétt, lesið hana eða endursegið í bekknum. Síðan er öllum fyrirsögnunum safnað saman á eitt veggspjald. Skoðið allar fyrirsagnirnar og ræðið. Eru þetta jákvæðar eða neikvæðar fyrirsagnir, leynast fordómar þarna, er augljós virðing eða virðingarleysi? 2. Hvers vegna heldur þú að margir samkynhneigðir hafi flutt úr landi á árum áður? 3. Hvers vegna brást samfélagið svona illa við viðtalinu við Hörð? Hvernig vinnum við gegn fordómum? Hörður Torfason og Guðjón Smári Valgeirsson.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=