Hinsegin saga

12 Árið 1975 var sýnileiki hinsegin fólks í íslensku samfélagi nær enginn. Þótt bann við samræði „gegn náttúrulegu eðli“ hefði verið afnumið árið 1940 var lítið breytt í viðhorfum samfélagsins 35 árum síðar. Í íslensku samfélagi var hinsegin fólk litið hornauga. Margir töldu það „óeðlilegt“ eða hreinlega veikt, og niðrandi orð eins og „kynvillingar“ voru oft notuð. Slík viðhorf gerðu það að verkum að fá treystu sér til að lifa opinskátt sem hinsegin einstaklingar. Samkynhneigðir karlmenn hittust á ákveðnum stöðum eins og barnum á Hótel Borg en aðeins í skjóli nætur og mikil leynd hvíldi yfir öllu hinsegin lífi. Margir Íslendingar í þessum hópi völdu að flytja til útlanda, til Danmerkur eða stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem auðveldara var að finna viðurkenningu og tengsl við annað hinsegin fólk. Um verslunarmannahelgi 1975 birtist viðtal í tímaritinu Samúel sem vakti mikla athygli. Samúel var þá eitt vinsælasta tímarit landsins, krassandi blað sérstaklega stílað á karlmenn. Í viðtalinu ræddi Hörður Torfason, þá þrítugur og þjóðþekktur sem leikari og söngvaskáld, opinskátt um líf sitt. Hann naut mikilla vinsælda og hafði ákveðið að ræða einnig Það verður sprengja Hljómsveitin MX-21 spilar á Borginni á 9. áratugnum. Frá vinstri: Lárus H. Grímsson, Jens Hansson, Jakob Magnússon, Bubbi Morthens og Þorsteinn Magnússon.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=