11 Stonewall-kráin er enn starfandi í dag og vinsæll viðkomustaður hinsegin fólks í New York. TIL UMHUGSUNAR: 1. Finndu fréttir og myndir frá Stonewall 1969 á netinu eða timarit.is og segðu samnemendum frá atburðinum. 2. Settu þig í spor hinsegin fólks árið 1969 sem er að fara í mótmælagöngu. Búðu til mótmælaspjöld með texta sem leggur áherslu á réttindi hinsegin fólks. Hvað stendur á þínum kröfuspjöldum? 3. Finndu Stonewall-krána á Googlekorti á netinu. Næsta kvöld safnaðist fólkið aftur saman við Stonewall og mótmælti. Hinsegin fólk í Bandaríkjunum hafði ekki áður mótmælt misrétti með svo afgerandi hætti. Einhver lýstu því sem svo að stífla hefði brostið. Þessar óeirðir urðu upphaf að kröftugri réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og víðar. Mörg ný samtök voru stofnuð, róttækari og hugrakkari en áður. Stonewall-óeirðirnar breyttu gangi réttindabaráttunnar og enn í dag eru hinsegin dagar, gleði- og kröfugöngur haldin í kringum 27. og 28. júní til að minnast þessara atburða.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=