Hinsegin saga

10 Ást er aldrei glæpur Ég er eins og ég er Aðfaranótt 28. júní 1969 réðst lögreglan inn á Stonewall, eins og oft áður. Lögreglumenn skipuðu öllum að yfirgefa staðinn eða verða handtekin. En þessi nótt var öðruvísi. Fólk hafði fengið nóg og neitaði að láta kúga sig lengur. Þegar lögreglan beitti valdi svöruðu gestir staðarins með andspyrnu og neituðu að hlýða lögreglu. Fólk fylltist kjarki og mótmælin urðu að óeirðum sem stóðu fram eftir nóttu. Hommar, lesbíur, dragdrottningar, trans konur og annað hinsegin fólk barðist við lögregluna. Í lok júní 1969, á bar í New York, urðu einir afdrifaríkustu atburðir í sögu réttinda- baráttu hinsegin fólks. Á sjöunda áratugnum var erfitt að vera hinsegin í Bandaríkjunum, lög um samkynhneigð voru mjög ströng, strangari en í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Kúbu. Fólk gat verið ofsótt, útskúfað, rekið úr starfi, misst forræði yfir börnum sínum eða jafnvel sett í fangelsi væri það grunað um að vera samkynhneigt. Barir og skemmtistaðir þar sem hinsegin fólk gat komið saman óáreitt voru fáir. Erfitt var fyrir slíka staði að fá leyfi frá yfirvöldum og tækist það var lögreglan samt sífellt að koma í heimsókn að ofsækja og handtaka gesti. Það var helst mafían sem gat staðið í að reka hinsegin staði. Mafíósar gátu mútað lögreglumönnum svo að þeir skiptu sér ekki af. Einn mafíustaðurinn var Stonewall Inn, krá í Greenwich Village í New York, sem var í eigu Genovese-mafíufjölskyldunnar. Á Stonewall-kránni gat hinsegin fólk komið saman og dansað en staðurinn var sérstaklega vinsæll meðal ungs heimilislauss hinsegin fólks sem hafði flúið fordóma og ofsóknir heima fyrir. Upphaf baráttunnar: Stonewall 1969 Frá baráttugöngu samkynhneigðra á frelsisdegi þeirra árið 1970.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=