Hinsegin saga

8 „Hann er unnustan mín“ Ólafur Davíðsson (1862–1903) var prestssonur frá Norðurlandi sem stundaði nám við Lærða skólann, eða Menntaskólann í Reykjavík, á árunum 1874 til 1882. Hann hélt mjög opinskáa dagbók á skólaárum sínum þar sem hann „lét allt fjúka“, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann skrifaði meðal annars um samband sitt við samnemanda sinn, Geir Sæmundsson, sem síðar varð vígslubiskup á Hólum: Ólafur flutti að loknu námi í Lærða skólanum til Danmerkur og lærði náttúrufræði í Kaupmannahafnarháskóla en sneri sér svo að þjóðfræði. Hann flutti aftur heim til Íslands 1897 en drukknaði í Hörgá 1903. Sumir telja að hann hafi fyrirfarið sér. Dagbækur Ólafs hafa verið gefnar út á bók, meðal annars undir titlinum Hundakæti – Dagbækur Ólafs Davíðssonar. Ólafur Davíðsson „Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann er líka allra laglegasti piltur og virðist vera vel viti borinn. Hann er unnustan mín. Ég kyssi hann og læt dátt að honum hreint eins og hann væri ungmey. Mér hefur aldrei þótt eins vænt um neinn eins og Geir. Hvað það var indælt að vefja hann að sér, leggja hann undir vanga sinn og kyssa hann svo.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=