Varúð - Hér býr ... Varúlfur

88 „Auðvitað,“ svara ég og brosi. Mamma gengur hikandi skrefum niður tröppurnar. Úlfhildur stendur í miðjum garðinum og horfir ringluð í kringum sig. Mamma fer úr peysunni og leggur hana varlega yfir axlir Úlfhildar. Svo leiðast þær í átt að okkur. Við Marius stígum til hliðar til þess að hleypa þeim framhjá. Skömmu síðar sitja þær á sófanum. Mamma strýkur hárið frá andliti Úlfhildar og segir henni frá því sem gerðist. Úlfhildur virðist miður sín og biður okkur afsökunar. Mamma sussar á hana og segir að þetta sé ekkert mál. Stefnumótið hafi í það minnsta verið ógleymanlegt. Þær hlæja og halla sér hvor upp að annarri. „Heldurðu að henni sé treystandi?“ hvíslar Marius. „Ég veit það ekki,“ svara ég. „Við höfum þá alltaf Hvæsa, ef það verður eitthvað vesen.“ Hvæsi hringar sig saman á stofugólfinu, fyrir framan sófann. Hann opnar annað augað og lítur rannsakandi á Úlfhildi fyrir ofan sig. Svo teygir hann úr sér, lokar augunum og byrjar að mala.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=