Varúð - Hér býr ... Varúlfur

79 „Hvað?!“ spyr ég skelkuð. „Hlustaðu!“ hvíslar Marius. Ég reisi mig við og kveiki ljósið. Marius tvístígur á gólfinu, svo stressaður að ég sé svitaperlur spretta fram á enninu. Hávært spangólið syngur í eyrunum á mér. „Mamma!“ segi ég og röddin titrar. Ég nálgast hurðina hikandi. Hver veit hvað bíður mín þarna frammi. Fyrstu nóttina var hún bara örlítið loðin. Þá seinni var hún eins og úlfur í mannsmynd. Í kvöld er hins vegar fullt tungl á himni. Hún hlýtur að vera orðin enn þá stærri og sterkari en áður. „Við gerum bara sama og síðast. Er það ekki?“ segir Marius og nagar á sér neðri vörina. „Hvað ef það virkar ekki?“ „Marta … manstu hvað þú sagðir í gær? Það þýðir ekkert að spyrja bara endalaust hvað ef, hvað ef!“ „Sagði ég það?“ „Já,“ segir Marius og tekur um axlirnar á mér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=