Varúð - Hér býr ... Varúlfur

71 kvöld klárist. Allt í einu grípur mamma bollann úr höndum Úlfhildar. „Já, þetta er orðið alveg skítkalt. Ég skal gera nýjan bolla handa þér,“ segir mamma og brosir. Þetta má ekki gerast, hugsa ég með mér. Fyrir aftan mig heyri ég að Marius stendur upp, líklega jafn stressaður og ég. „Takk, ég þigg það,“ segir Úlfhildur brosandi. „Ekki málið,“ segir mamma og stendur upp. „Mér finnst sjálfri reyndar fínt að drekka kalt te. Ég klára bara úr bollanum þínum sjálf!’“ Ég horfi á mömmu lyfta bollanum og bera hann upp að bleikmáluðum vörunum. Mér snöggkólnar að innan. „NEI!“ hrópa ég og kasta mér á mömmu! Það líða ekki nema nokkur sekúndubrot. Ég svíf í loftinu, slæ bollann úr höndunum á henni og svo lendum við harkalega á gólfinu í flækju. Bollinn hangir í loftinu, nógu lengi til að tæmast yfir Hvæsa sem liggur grunlaus á gólfinu. Þegar bollinn lendir brotnar hann í ótal hvíta mola sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=