Varúð - Hér býr ... Varúlfur

68 „Ókei,“ svara ég og safna kjarki. Ég geng rakleitt að borðinu. Mamma lítur undrandi á mig. „Má ég fá?“ spyr ég en gef mömmu ekki færi á að svara. Þess í stað lyfti ég bakkanum upp. Þær horfa forviða á mig. Svo loka ég augunum, halla aftur höfðinu og skófla öllu af honum upp í mig. „Marta þó!“ hrópar mamma. „Hvað ertu að gera?“ Ég held ég hafi aldrei á ævinni borðað svona mikið nammi. Munnvatnið sprettur fram á meðan súkkulaðið bráðnar upp í mér. Á meðan ég reyni að tyggja horfir mamma á mig eins og ÉG sé villidýr en ekki hún. Ef hún aðeins vissi! Það sem ég þarf að leggja á mig til að bjarga málunum, hugsa ég með mér og strýk súkkulaði úr munnvikunum. „Takk fyrir mig,“ segi ég og reyni að brosa. „Hún er þó kurteis,“ segir Úlfhildur við mömmu og hlær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=