65 Mamma og dýralæknirinn sitja enn nær hvor annarri en áðan. Höndin á mömmu er líka komin upp á sófabakið, svona eins og hún ætli að snerta höndina á Úlfhildi. Ég veit ég ætti að óska þess að þær hefðu aldrei hist. Marius hefur samt rétt fyrir sér. Mamma brosir breiðar en ég hef áður séð hana brosa. Hún fiktar í hárinu á sér, hlær að hverju orði gráhærðu konunnar. Hún er alveg sæt svo sem en ég á erfitt með að sjá annað en blóðþyrstan varúlf. Úlfhildur gæti étið okkur öll ef hún vildi. „Rommý“ segir Marius allt í einu. Ég þoli ekki þegar hann vinnur mig. Þetta spil telst samt ekki með. Ég er annars hugar. Mamma fær sér annan sopa. Úlfhildur teygir sig að borðinu. Loksins, hugsa ég með mér en hönd hennar tekur ekki upp bollann heldur jarðarber. „Jarðarberin voru klúður,“ hvísla ég að Mariusi. „Við hefðum ekki átt að bjóða upp á neitt nema te. Þá væri hún búin að drekka það.“ „Það varst þú sem stakkst upp á þessu jarðarberja-súkkulaði dæmi!“ hvíslar hann til baka.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=