64 VARÚLFAVESEN Við Marius flýtum okkur inn í herbergið mitt og lokum hurðinni. „Hvað ef hún drekkur ekki seyðið?“ spyr Marius og virðist hræddur „Hvað ef það virkar of vel og … mamma deyr?“ segi ég þá á móti. „Það þýðir ekkert að spyrja bara endalaust hvað ef, hvað ef! Þetta mun virka! Svo verður aldrei neitt varúlfavesen aftur.“ „Ókei,“ svarar Marius skömmustulegur. „Förum aftur fram. Við þurfum að tryggja að allt sé eins og það á að vera.“ Ég gríp spilastokkinn með mér og teymi Marius á eftir mér. „Eruð þið komin aftur?“ spyr mamma og hagræðir sér í sófanum. „Það er þægilegra að spila við borðið,“ svara ég og við Marius setjumst í hæfilegri fjarlægð frá sófanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=