Varúð - Hér býr ... Varúlfur

63 eftir því að á höndum hennar eru lengstu neglur sem ég hef augum litið. Neglurnar eru langar og lakkaðar blóðrauðar. „Hvernig fer hún eiginlega á klósettið?“ hvíslar Marius að mér. Hann hefur greinilega tekið eftir því sama og ég. „Vi- viltu ekki te?“ spyr ég dýralækninn óörugg. Úlfhildur horfir á mig, með stingandi gráum augum. „Jú takk, bara á eftir,“ svarar hún án þess að snerta við bollanum. „Það er samt betra á meðan það er enn þá heitt,“ segi ég. Ég sé strax eftir því sem ég sagði. Úlfhildur hvessir loðnar brýnnar og virðist örg. Það síðasta sem ég vil gera er að reita varúlf til reiði. „Jæja, ástin mín. Viljið þið Marius ekki bara fara að spila?“ spyr mamma og brosir. Hún virðist ekki hafa hugmynd um að hér situr hún á móti varúlfi af Alfa-tegund og sötrar te eins og ekkert sé.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=