Varúð - Hér býr ... Varúlfur

61 „Úff, þetta er svo heitt. Best að bíða aðeins,“ segir mamma og leggur frá sér bollann. Doktor Úlfhildur Alfa tekur við bollanum sínum og leggur hann frá sér um leið. Enn hefur hvorug þeirra fengið sér sopa. Ég er á nálum. Tunglið er væntanlegt á himininn á hverri stundu! Þá verður mamma að varúlfi og dýralæknirinn líka. Ekki nóg með það! Dýralæknirinn er ALFA og gæti breytt okkur Mariusi í varúlfa með því að bíta okkur! Ég veit ekki einu sinni hvort við verðum að fullorðnum úlfum eða bara litlum krúttlegum hvolpum. Það er ekki til nægur kattamatur fyrir okkur öll! Auk þess getum við ekki opnað dósirnar með loðnum loppum. Þetta verður að virka. Þær verða að klára úr bollunum til þess að seyðið virki. Mamma er fyrst til að fá sér sopa. Hún kyngir og teygir sig í annan súkkulaðibita. Þær Úlfhildur sitja hlið við hlið í sófanum og spjalla. Við Marius höfum fundið okkur stað í hinum enda stofunnar. Við sitjum við borðstofuborðið með spilastokk á milli okkar og þykjumst spila. „Ég hef aldrei séð mömmu þína brosa svona,“ segir Marius með augun límd á mömmu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=