Varúð - Hér býr ... Varúlfur

59 „Heldurðu að þetta virki,“ hvíslar Marius og opnar brúna flöskuna varlega og setur eina skeið af seyðinu í sitthvorn bollann. „Það er eins gott,“ svara ég og teygi mig í litla flösku af hunangi. Lyktin af seyðinu er sterk en ég vona að hunangið feli bragðið. Marius hrúgar jarðarberjum á fallegan bakka. Svo raðar hann súkkulaði inn á milli. „Þetta lítur út eins og fínasti réttur í fermingarveislu,“ segi ég og sendi Mariusi bros. „Ég hefði nú reyndar viljað bræða súkkulaðið og dýfa jarðarberjunum … “ „Marius … það er enginn tími. Sjáðu himininn,“ segi ég og bendi út um gluggann. Úti er tekið að dimma og stutt í niðamyrkur. Ég anda djúpt áður en ég geng af stað með bakkann í höndunum. Marius eltir mig með rjúkandi heita tebollana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=