57 Hún snýr mér í hálfhring og heldur mér fyrir framan sig eins og verðlaunagrip. Ég horfi beint í dökk augu dýralæknisins. Þau mæla mig út, frá toppi til táar áður en hún opnar munninn. „Sæl,“ segir dýralæknirinn og brosir svo skín í flugbeittar tennurnar. „Úlfhildur heiti ég. Gaman að … kynnast þér.“ Ég treysti henni ekki einu sinni pínulítið, hugsa ég með mér. Hún ætlaði örugglega að segja „gaman að borða þig“ og gleypa mig svo í einummunnbita. Mamma býður Úlfhildi að fá sér te og býr sig undir að sjóða vatn. Marius sendir mér svip sem ég veit hvað þýðir. „U, já. Sko, mamma. Hvað segirðu um að þið Úlfhildur fáið ykkur sæti. Við Marius getum svo fært ykkur te og svona.“ Mamma horfir á mig furðu lostin og brosir svo út að eyrum. „Já takk, ástin mín,“ segir mamma og sest í sófann. „Voðalega er þetta vel upp alið hjá þér,“ heyri ég Úlfhildi segja um leið og hún kemur sér fyrir við hliðina á mömmu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=