51 „Eru leiðbeiningar?“ spyr ég en Marius hristir höfuðið. „Þetta er ekki eins og að kaupa djúsþykkni Marta,“ segir hann og ranghvolfir augunum. „En rúnirnar? Hvað segja þær?“ Marius rýnir betur í miðann. Svo göngum við með krukkuna að vinnuborði nornarinnar. Marius kveikir á stóru kerti sem lýsir upp borðið. Ég leita að uppskrift í stóru galdrabókinni. Marius teygir sig í rúnabók og reynir að ráða í gamalt letrið. „Ekkert hér,“ tilkynni ég og loka þykkri bókinni svo ryk þyrlast upp í loft. „Kannski … “ byrjar Marius og nær í stækkunargler. Ég held niðri í mér andanum á meðan Marius rennir stækkunarglerinu eftir síðunni. „Aha!“ segir hann og heldur fingri upp í loft. „Leiðbeiningar!“ „Ég sagði þér að það væru leiðbeiningar á krukkunni,“ segi ég dálítið pirruð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=