49 Úti blæs vindurinn og við fáum hann beint í fangið þegar við opnum dyrnar. Miðaldra maður skokkar eftir gangstéttinni með smáhund í bandi. Hvæsi sperrist allur upp í fanginu á mér. Hann reynir sem betur fer ekki að sleppa. Loks komumst við að hrörlegum nornakofanum. „Ég ætlaði sko aldrei að koma hingað aftur,“ heyrist í Mariusi. „Ekki ég heldur … en takk fyrir að koma með mér,“ svara ég og sendi honum bros. „Auðvitað. Við erum saman í þessu,“ segir Marius og ýtir upp lúinni tréhurðinni. Inni mætir okkur kalt og rakt loft. Rykfallnar krukkurnar eru þaktar köngulóarvefjum. Á meðan ég leita að réttri krukku hvæsir kötturinn lágt. Ég strýk honum um loðið höfuðið. Hvæsi er ekki jafn grimmur og hann var þegar við fengum hann. Með því að klappa honum bara nóg hef ég náð að temja hann. Svolítið að minnsta kosti. Ef mamma verður varúlfur að eilífu get ég kannski tamið hana? Kannski yrði ég að hafa hana í stóru hundabúri yfir nóttina til öryggis. Tilhugsunin er svo vond að ég fæ sting í magann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=