Varúð - Hér býr ... Varúlfur

46 „Gamma … Eða mér finnst það svona líklegast.“ Ég slæ inn nokkur mismunandi leitarorð. „Hér er eitthvað, segir Marius og heldur bókinni uppi. „Til að drepa varúlf skal nota hníf úr alvöru silfri. Það er víst veikleiki varúlfa … silfur. „Marius … Ég ætla ekki að DREPA mömmu mína!“ svara ég og gapi. „Ah, nei. Það væri verra.“ Marius flettir yfir á næstu síðu. „Það er líka hægt að nota jurt sem heitir Bláhjálmur! Sé hún notuð í miklu magni deyr varúlfurinn en ef við notumminna magn afléttum við álögunum.“ „Þetta hljómar mjög hættulega. Hvernig vitum við hversu mikið magn er mátulegt?“ Ég finn hvernig röddin brestur örlítið. Mig langar ekki að gefa mömmu of stóran skammt af eitraðri plöntu. „Sko, Marta. Ef það er eitthvað sem þú getur treyst á, þá eru það hæfileikar mínir til að mæla rétt magn! Bæði í heimilisfræði og raungreinum. Það skiptir ekki máli hvort ég er með sýru eða sykur. Ég er afar nákvæmur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=