Varúð - Hér býr ... Varúlfur

38 Marius tekur við bandinu og handleikur það hugsandi. Svo bindur hann einhvers konar skátalykkju á annan endann. Hann smeygir lykkjunni utan um hurðarhúninn og strengir bandið yfir ganginn, að geymsluhurðinni. Hann strekkir bandið fast og það gefur frá sér eins konar gítartón þegar hann kippir í það. „Svona. Nú kemst hún ekki neitt.“ Ég ber annað eyrað upp að hurðinni og heyri hávær matarhljóðin í mömmu. Hún smjattar og kjamsar á kattamatnum. Skömmu síðar berast okkur háværar hrotur. „Og ég anda léttar. Marius lítur á úrið sitt og geispar. „Það er enn nóg eftir af nóttinni. Við skulum reyna að sofna.“ Ég þoli ekki þegar mér er sagt hvað ég á að gera. Núna er ég hins vegar sammála. Ég er svo þreytt að ég gæti sofnað standandi. Við skríðum aftur upp í rúm. Ég vona bara að mig dreymi ekki fleiri skrímsli. Það er alveg nóg að mamma mín sé varúlfur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=