Varúð - Hér býr ... Varúlfur

29 Ekkert svar berst frá gólfinu. Marius virðist hafa sofnað um leið og hann lagði höfuðið á koddann. Ég ligg í myrkrinu og stari upp í loftið. Mamma er enn vakandi. Ég heyri til hennar ganga í átt að svefnherberginu sínu. Þaðan fer hún inn á bað þar sem hún burstar tennurnar með háværum rafmagns-tannbursta. Ég heyri mömmu skrúfa fyrir vatnið og ganga frá tannburstanum inni í skáp. Frá því að ég var lítil hef ég hlustað á mömmu gera það sama á hverju kvöldi. Næst mun hún leggjast í rúmið og bylta sér í smá stund. Svo fer hún aftur fram til að gá hvort útidyrnar séu læstar. Þaðan fer hún beina leið í rúmið. Skömmu síðar fer hún enn einu sinni fram og pissar og svo sofnar hún loksins. Svona eru kvöldin alltaf og kvöldið í kvöld er engin undantekning. Ég er alveg að sofna en reyni að halda mér vakandi. Mig langar að fylgjast með því þegar mamma umbreytist. Sko, mig langar ekki að sjá það en mér finnst eins og ég þurfi þess. Smám saman verða augnlokin þyngri og þyngri. Loks límast þau föst og nóttin nær mér á sitt vald. Vonandi var þetta allt bara draumur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=