28 Ég gríp fjarstýringuna og skipti um þátt á ógnarhraða. Andartaki síðar er mamma komin inn í stofuna. „Er þetta þáttur fyrir ykkur?“ spyr mamma undrandi. Án þess að átta mig hafði ég skipt yfir á Hvolpasveitina. Köggur og Píla eru í óðaönn að bjarga Hænulínu úr bráðum háska. „Umm … Þetta er sko uppáhaldið hans Mariusar.“ Ég finn hvernig Marius sparkar í mig undir teppinu. Mamma setur upp skrítinn svip og fer inn í eldhús. Til að biðjast afsökunar mynda ég orðið fyrirgefðu með vörunum. Marius grettir sig og hristir höfuðið. Eftir kvöldmat sækir mamma gestadýnu upp á háaloft. Hún býr umMarius á gólfinu í herberginu mínu. Við fáum popp og spilum rommý. Svo skríðum við undir sængurnar okkar. Ég velti fyrir mér hegðun mömmu síðan hún kom heim. Hún virðist mjög eðlileg. Reyndar bara frekar skemmtileg og hress. „Marius,“ hvísla ég niður í átt að dýnunni. „Kannski var mig bara að dreyma þetta allt.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=