Varúð - Hér býr ... Varúlfur

26 Sumar bækur eru fínar en svona þykkar fræðibækur ætti helst að nota sem hurðastoppara. Ég er hálf fegin að textinn er á rúmensku. Þá get ég látið Marius um erfiðisvinnuna. Sjálf les ég hratt í gegnumWikipedia og horfi á nokkur myndbönd. Ég finn þó ekkert sem hjálpar mér að bjarga mömmu. „Ég get ekki meira,“ segi ég og loka tölvunni. „Við vitum ekki hvernig við getum breytt mömmu þinni til baka,“ segir Marius og opnar eina bókina. „Getum við ekki aðeins spilað eða eitthvað. Ég á Varúlfaspilið!“ „Ha? Lærum við eitthvað af því?“ spyr Marius hissa. „Kannski ekki en ég vakna þá allavega! Heilinn í mér er sko löngu sofnaður! Við getum líka fundið einhverja varúlfaþætti í sjónvarpinu!” Mér tekst loks að sannfæra Marius og dreg hann fram í stofu. Eftir að hafa grillað tvær samlokur setjumst við fyrir framan sjónvarpið. „Þetta eru stórskrítnir þættir,“ segir Marius og dæsir. Helst myndi hann vilja horfa á heimildarþætti,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=