Varúð - Hér býr ... Varúlfur

24 „Sá næsti í röðinni kallast Beta-varúlfur. Beta fæðist inn í hlutverk sitt. Hann er undirgefinn Alfa-úlfinum og hlýðir honum. Ef Alfa-úlfur drepur Beta-úlf fær hann sjálfkrafa kraftana úr fórnarlambinu. Augu Beta-úlfsins glóa yfirleitt skærgul en lýsa bláu ef hann drepur saklausa veru.“ „Beta fæðist líka sem úlfur… “ segi ég ákveðin. „Hérna er þriðja týpan … Gamma … Þegar Alfa bítur manneskju verður til Gamma-varúlfur. Mynda þeir strax sterk tengsl sín á milli. Bitið gerir Gamma úlfinn mjög hlýðinn og tryggan Alfa úlfinum.“ Marius hættir að lesa og horfir ákafur á mig. Við erum greinilega að hugsa það sama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=