Varúð - Hér býr ... Varúlfur

22 „Hann hefur bara áhuga á fornbókmenntum. Mjög mikinn … “ Ég opna eina bókina semMarius segir að heiti Varúlfafræðarinn. Í henni eru svarthvítar teikningar af ólíkum varúlfum. „Hvað þýðir þetta?“ spyr ég og bendi á eina blaðsíðuna. Marius les fyrir mig upp úr bókinni. „Ókei, hér stendur: Til eru nokkrar tegundir af varúlfum. Hér á eftir verður farið yfir þær helstu … “ „Nokkrar tegundir? Hvernig vitum við í hvaða tegund mamma er að breytast?“ „Bíddu, Marta, leyfðu mér bara að lesa.“ Ég reyni að sitja kyrr og hlusta en það er erfitt. Marius hljómar eins og gamall útvarpsmaður á meðan hann les. Hann þýðir rúmensku orðin jafnóðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=