Varúð - Hér býr ... Varúlfur

21 gang. Mamma ristar sér brauð á náttsloppnum og teketillinn flautar. „Við erum farin út að leika! Bless!“ kalla ég og skelli hurðinni áður en mamma nær að svara. Afi Mariusar býr í lítilli risíbúð í sama húsi og Marius. Hann opnar fyrir okkur og gengur svo rakleitt að eldhúsinu til að sækja sér kaffi. Aðalrými íbúðarinnar er undirlagt bókum. Hillurnar þekja alla veggi og hylja meira að segja eina gluggann í herberginu. Þetta eru svo margar bækur að ég gæti ekki talið þær þótt ég fengi frí í skólanum í heila viku. „Áttu bækur um varúlfa?“ spyr ég og Marius þýðir yfir á rúmensku. Afi Mariusar fylgir okkur inn í herbergi og bendir grönnum fingri að efstu hillunni í bláu bókahillunni. Þar eru þrjár bækur sem tengjast varúlfum á einhvern hátt. Sem betur fer er Marius með mér því ég skil ekki stakt orð í bókunum. „Þó að afi eigi bækur um varúlfa þá er Rúmenía samt ekkert varúlfaland.“ „Nei, nei. Ég veit.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=