Varúð - Hér býr ... Varúlfur

19 „Klukkan hvað er háttatími?“ spyr hann. „Háttatími? Ertu smábarn?“ spyr ég á móti en sé strax eftir því. „Bara, þegar þú vilt sko … Ertu vanur að fara snemma að sofa eða?“ „Mér finnst gott að lesa á kvöldin. Ég myndi vilja sækja nokkrar bækur heim til mín. Og tannburstann auðvitað.“ „Já, einmitt,“ svara ég og reyni að sýna ekki hversu hneyksluð ég er. Ég gleymi oft tannburstanum þegar ég gisti hjá vinkonummínum. Set bara tannkrem á puttann. Marius er svo nákvæmur. Alltaf með allt á hreinu. „Getum við kíkt á bókasafnið hans afa þíns?“ „Ja ... af hverju?“ spyr Marius hissa. „Er hann ekki frá Rúmeníu? Kannski á hann bækur um varúlfa.“ „Marta … Hvað heldurðu eiginlega um Rúmeníu, að það séu vampírur og varúlfar úti um allt?“ „Umm … já,“ svara ég hreinskilnislega. „Þú ert rugluð,“ segir Marius og hlær. „Ég veit að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=