Varúð - Hér býr ... Varúlfur

17 Ég klóra mér í höfðinu. Þetta virtist svo raunverulegt. Stundumman ég draumana mína mjög skýrt en ég veit að það sem gerðist í nótt var enginn draumur. Hvæsi kemur undan sófanum, teygir úr sér og malar. Eins og alltaf labbar hann fram hjá mér og í áttina að mömmu. Allt í einu stoppar hann og setur upp kryppu. Svo gefur hann frá sér hljóð sem ég hef aldrei heyrt áður. Eins konar hvæs … en lágt og ógnandi. Mömmu bregður. Yfirleitt er hún sú eina sem má klappa Hvæsa. Nú stekkur hann frá henni eins og hann hafi séð draug. Hann skransar á gólfinu og kastar sér aftur undir sófa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=