16 „Heldurðu það? Hún er sem sagt bara að breytast í gamla konu? Ekki varúlf?“ Marius reynir að halda niðri í sér hlátrinum. Það gengur ekki betur en svo að hann frussar mjólk þvert yfir borðið. Allt í einu heyrum við þrusk á ganginum. Mamma gengur hægum skrefum inn í stofu. Hún er ekkert ólík sér. Í andliti hennar eru engin löng eða gróf hár. Marius horfir furðu lostinn á mig. Var mig kannski að dreyma? „Nei, ert þú hérna vinur?“ segir mamma og sendir Mariusi ósköp venjulegt helgarbros. Svona bros sem segir að hún sé ekkert að flýta sér í vinnu. „Vá, hvað ég svaf fast,“ segir hún og teygir úr sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=