Varúð - Hér býr ... Varúlfur

15 „Kannski er mamma þín bara að breytast.“ segir Marius án þess að blikna. „Hvað meinarðu með því?“ „Það er eitthvað sem gerist þegar konur verða eldri. Amma talar oft um það. Henni er alltaf svaka heitt og svona. Var mamma þín ekki bara að kæla sig við gluggann í nótt.“ „Kæla sig?“ endurtek ég svo reið að mig langar að öskra. Ég passa mig þó, til að vekja ekki mömmu. „Já. Kannski var hún í svitakasti. Það er mjög algengt.“ „En hroturnar?“ „Þær versna líka með aldrinum.“ Marius fyllir skálina aftur af morgunkorni og heldur áfram að borða. „En hárin í andlitinu á henni? “ spyr ég pirruð. „Það fylgir víst. Þetta er allt mjög eðlilegt.“ Stundum er Marius svo asnalegur að mig langar að sparka honum öfugum út. Hann hefur hins vegar oft rétt fyrir sér svo ég reyni að hemja mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=