Varúð - Hér býr ... Varúlfur

13 VAR MIG AÐ DREYMA? Næsta dag vakna ég við að barið er að dyrum. Ég þekki bara eina manneskju sem bankar svona snemma á laugardegi. Marius! Yfirleitt væri ég pirruð út í hann fyrir að vekja mig. Í dag er ég hins vegar fegin. Ég verð að tala við hann um það sem gerðist í nótt. Segja honum hvað ég sá … og hvernig mér líður. Ekki get ég rætt það við mömmu! Hún yrði bara móðguð. Svo myndi hún halda ræðu um að allir séu með líkamshár og ég sé bara með fordóma. Ég fer til dyra og hleypi Mariusi inn. Mamma sefur enn þá svo við getum rætt málin. „Sæl, vinkona,“ segir Marius, hátíðlegur að vanda. Við setjumst við eldhúsborðið með sitthvora skálina af morgunkorni. Ég rek alla söguna eins nákvæmlega og ég get. „Var þig ekki bara að dreyma?“ spyr Marius með fullan munninn. „Nei, Marius. Ég var GLAÐvakandi.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=