Varúð - Hér býr ... Varúlfur

11 HÁVÆRAR HROTUR Ég elska föstudaga því þá má ég vaka lengi. Ég horfi á tvær hryllings-myndir í röð og lognast svo út af á sófanum. Þegar ég rumska er mamma komin heim. Hún fylgir mér í rúmið, klæðir mig úr sokkunum og breiðir yfir mig sængina. Það er ekki auðvelt að sofna aftur. Ég hefði kannski ekki átt að horfa á hryllings-mynd áður en ég fór að sofa. Loksins sofna ég en fæ ljóta martröð og vakna með andfælum. Það er dimmt í herberginu en dauft ljós berst frá ganginum. Ég er í spreng svo ég læðist inn á baðherbergi. Mamma hlýtur að vera steinsofnuð, hugsa ég og opna dyrnar að baðherberginu. Mér bregður í brún þegar ég sé hana standa á miðju gólfi. Hún starir út um gluggann. Tunglskinið baðar andlit hennar mildri birtu. „Mamma … “ segi ég hikandi. Hún svarar ekki. Ég ýti laust við mömmu en hún er alveg stjörf. Líklega hefur hún gengið í svefni og endað hér. Inni á baðherbergi, með störu á tunglið. Ég tek varlega í handlegg mömmu og fylgi henni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=