Varúð - Hér býr ... Vampíra

7 GESTUR Á LEIÐINNI „Ertu ekki að grínast mamma!? Er Marius á leiðinni hingað? NÚNA?“ Mér er sjóðheitt í framan af reiði. Ég skil ekki hvernig mömmu datt í hug að gera þetta. Án þess að spyrja mig! „Marta mín! Auðvitað bauð ég honum í heimsókn. Kennarinn segir að það sé besta leiðin. Svo honum líði betur í bekknum. Þegar hann kemur skalt þú gjöra svo vel að biðja hann afsökunar.“ Mamma stendur í dyragættinni með hendur á mjöðmum. Það þýðir yfirleitt að málið sé útrætt. Eftir það er engin leið að fá hana til að skipta um skoðun. Ég verð samt að reyna. „Hann ætti nú frekar að biðja mig afsökunar á því að vera svona ógeðslega asnalegur.“ „Þetta gengur ekki lengur Marta! Nú hættir þú að stríða þessum indæla dreng.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=